Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
lögregla
ENSKA
police force
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Í maí 2007 var löggæsluáætlun fyrir árin 2007-2010 kynnt, en í henni er fjallað ítarlega um framtíðarsýn löggæslumála á Íslandi, skipulag lögreglu, aðferðafræði og mælikvarða á árangur.

[en] In May 2007 the police plan of action, which contains a detailed description of future vision for police affairs in Iceland, organisation og the police force, methodology and measure of effectiveness, was presented.

Skilgreining
1 stofnun sem annast lögggæslu til samræmis við ákvæði lögreglulaga 90/1996. Hlutverk lögreglu er:
a) Að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi.
b) Að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins.
c) Að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð sakamála eða öðrum lögum.
d) Að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að.
e) Að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á.
f) Að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu.
g) Að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju

2 starfslið á vegum ríkisins sem gætir m.a. almenns öryggis, heldur uppi lögum og reglu, stemmir stigu við afbrotum og vinnur að uppljóstran þeirra. Hlutverk l. er nánar skilgreint í lögreglulögum 90/1996, sjá 1 hér að framan

3 lögreglumaður
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútgáfan CODEX - Lagastofnun Háskóla Íslands. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] Afstaða íslenska ríkisins til þeirrar ógnar sem stafa kann af notkun hryðjuverkamanna á veraldarvefnum

[en] The Position of the State of Iceland on the Threat that the Employment of the World Wide Web by Terrorists can pose.

Skjal nr.
T08X-Net-hryðjuverk
Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira